Stjórnlagaþing gæti kostað 2 milljarða

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mbl.is/Ómar

 „Það mátti alveg ljóst vera að þetta viðamikil aðgerð hlyti að kosta sitt, en lýðræðið er nú líka þess virði að því sé sómi sýndur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, spurður um væntanlegan kostnað af því að halda stjórnmálaþing.

Greinargerð og kostnaðarmat frá fjármálaráðuneytinu um stjórnlagaþing var kynnt á fundi sérnefndar um stjórnarskrármál í gær. Samkvæmt því mati getur stjórnlagaþing kostað á bilinu 1.200 til 2.150 milljónir kr. allt eftir því hvort þingið á að starfa í 10 eða 24 mánuði.

Í samtali við Morgunblaðið sagðist Steingrímur þeirrar skoðunar að menn ættu ekki að hrökkva frá því einstaka verki að koma á stjórnlagaþingi jafnvel þótt erfitt væri í ári og þingið kostaði sitt. „Ég vil þó setja þann skýra fyrirvara að mér finnst að menn eigi að hugleiða það hvort hægt sé að ná þessum kostnaði umtalsvert niður,“ sagði Steingrímur og nefnir sem dæmi að hægt væri að hafa launaðar þingsetur styttri og vinna málið þess á milli í nefndum. „Ef menn ráðast í þessa aðgerð á annað borð þá hljóta menn að gera það með fulla trú á að það leiði til mikilvægrar og farsællar niðurstöðu. Ef menn hefðu ástæðu til að efast um að þetta skilaði því sem til væri ætlast þá væri náttúrlega ástæða til þess að sjá á eftir þessum fjármunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert