Á landsfundi Frjálslynda flokksins í Stykkishólmi 14 mars sl. voru samþykktar ályktanir um aðgerðir í efnahagsmálum, annars vegar um að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði nú þegar færðir niður í 8% og síðar lækkaðir frekar eftir því sem unnt reynist, og hins vegar um að verðtrygging lána í íslenskum krónum verði afnumin tímabundið, með því að frysta allar vísitölur í þrjú ár.
Í meðfylgjandi skjali má lesa ályktanirnar í heild.