Kristján Þór íhugar framboð

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Ómar

Kristján Þór Júlíusson, þingmaðurinn sem leiðir framboðslista sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, er enn að íhuga hvort hann gefi kost á sér til forystustarfa innan Sjálfstæðisflokksins á landsfundi dagana 26-29. mars.

 „Ég er að velta fyrir mér forystumálum flokkum; formanns- og varaformannsembættum,“ segir hann. Hann hafi heyrt þau sjónarmið að meiri breidd mætti vera á forystunni en að bæði varaformaður og formaður komi úr sama kjördæmi; suðvesturkjördæmi. Því sé haldið fram að breiddin eigi að vera meiri en minni.

„Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir um það enn,“ segir hann og útilokar ekkert. „Ég hef aldrei útilokað neitt í pólitík.“ Hann hafi nægan tíma til að íhuga stöðuna, þar sem enn sé rúm vika í landsfundinn í Laugardalshöll.

Landsfundarfulltrúar kjósa formanninn. Spurður hvort ekki sé vænlegt að landsfundarfulltrúar hafi val svarar Kristján. „Það eru allir í kjör á landsfundi.“ Flokkurinn hafi því úr úr fjölda að velja en spurning hvert hugur hvers og eins stefni.

Bjarni Benediktsson, efsti maður á lista í Suðvesturkjördæmi, hefur lýst því yfir að hann vilji taka við keflinu af Geir H. Haarde sem gefur ekki kost á sér í áframhaldandi formannssetu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka