Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem var hér á landi nýlega, mælir með því að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með alþingiskosningunum, sem haldnar verða hér á landi eftir rúman mánuð.
Í skýrslunni segir, að þau mál, sem helst þurfi að gæta að séu kosningalöggjöfin og hugsanlegar breytingar á henni, utankjörfundaratkvæðagreiðsla, fjölmiðlamál og aðgangur eftirlitsmanna.
Í skýrslunni segir sendinefndin, sem var hér á landi í byrjun mars, að almenningur virðist almennt treysta því að framkvæmd kosninga á Íslandi sé trúverðug, þrátt fyrir efnahagshrunið og kröfur, sem komu upp í kjölfarið um pólitískar umbætur. Hér sé mikil almenn þátttaka í kosningabaráttunni og yfirleitt góð kjörsókn.