Unnur Brá hættir sem sveitarstjóri

Unnur Brá Konráðsdóttir nýskipaður sveitarstjóri og Ólafur Eggertsson, oddviti
Unnur Brá Konráðsdóttir nýskipaður sveitarstjóri og Ólafur Eggertsson, oddviti mbl.is

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, sveit­ar­stjóri í Rangárþingi eystra, hætt­ir sem sveit­ar­stjóri í kjöl­far þess að hún hlaut kosn­ingu í 3. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi um síðustu helgi.

Á fundi sveit­ar­stjórn­ar Rangárþings eystra í dag óskaði hún eft­ir launa­lausu leyfi frá störf­um frá 23. mars til 25. apríl. Elv­ar Ey­vinds­son, formaður byggðaráðs, mun sinna störf­um sveit­ar­stjóra á því tíma­bili. Eft­ir þann tíma verður gengið frá starfs­lok­um Unn­ar Brár og tek­in ákvörðun um ráðstöf­un starfs­ins út kjör­tíma­bilið. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Suður­landid.is.

Frétt­in í heild 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert