Dagur styður Jóhönnu

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fagnar ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um framboð til formennsku í Samfylkingunni en hann hefur stundum verið orðaður við framboð til embættisins.

„Ég fagna yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um framboð hennar til embættis formanns Samfylkingarinnar og lýsi eindregnum stuðningi við hana,“ segir Dagur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér strax í kjölfar þess að Jóhanna lýsti yfir framboði sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka