Lúðvík Geirsson í baráttusætið í Kraganum

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, á afmæli bæjarins.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, á afmæli bæjarins. mbl.is/Árni Sæberg

Lúðvík Geirs­son, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði, átti fund með Kristjáni Guðmunds­syni for­manni kjör­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í gær­kvöld, þar sem hann til­kynnti for­mann­in­um að hann hafnaði því að taka þriðja sæti á fram­boðslista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, en hann bauðst á hinn bóg­inn til þess að skipa fimmta sætið, sem Sam­fylk­ing­in lít­ur á sem bar­átt­u­sætið í Krag­an­um.

Lúðvík var ekki sátt­ur við að hljóta þriðja sætið í próf­kjör­inu, en aðeins munaði 57 at­kvæðum á hon­um og Árna Páli Árna­syni í fyrsta sætið. 147 at­kvæði voru dæmd ógild vegna þess að viðkom­andi fund­ust ekki á fé­laga­skrá. Það mun, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa valdið mik­illi óánægju ákveðinna ein­stak­linga sem þarna áttu at­kvæði, því þeim mun hafa verið sagt að at­kvæði þeirra yrðu meðhöndluð sem kæru­at­kvæði. Niðurstaðan varð sú að það var ekki gert.

Lúðvík bauð sig aðeins fram í fyrsta sætið. Hann sagði í sam­tali við mbl.is að hann hafi verið ósátt­ur við niður­stöðuna og því hafi hann hugsað sinn gang og rætt við sitt fólk  áður en hann ákvað sig. „Ég fundaði með Kristján Guðmunds­syni í gær og til­kynnti hon­um að ég myndi ekki taka þriðja sætið, en ég væri reiðubú­inn að taka bar­átt­u­sætið, fimmta sætið," sagði Lúðvík.

Lúðvík sagði að formaður kjör­stjórn­ar myndi nú fara yfir til­boð sitt með upp­still­ing­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Ég bauð mig fram í fyrsta sætið og það var mjótt á mun­um milli okk­ar Árna Páls. Ég var aldrei að bjóða mig fram í þriðja sætið og þegar þessi niðurstaða ligg­ur fyr­ir, ekki síst með vís­an til þeirra eft­ir­mála sem urðu varðandi at­kvæði sem úr­sk­urðuð voru ógild, þá met ég það þannig að það sé sterk­asti leik­ur­inn fyr­ir list­ann og fram­boðið að ná sam­an þess­um stóra kjarna hér í Hafnar­f­irði, að ég setj­ist í bar­átt­u­sætið. Við erum van­ir því að spila sókn­ar­leik hér í Hafnar­f­irði," sagði Lúðvík Geirs­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert