Sjötti reglulegi landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefst í dag og mun standa yfir helgina verður haldinn á Hótel Nordica. Fundurinn verður sá og langfjölmennasti til þessa, að því fram kemur í frétt frá VG, enda hafi mikil fjölgun orðið í flokknum undanfarin misseri og séu félagar orðnir yfir 5000 talsins.
Fulltrúarnir koma frá alls 32 svæðisfélögum víðs vegar um landið og jafnvel erlendis frá en nýjasta svæðisfélagið í Kaupmannahöfn og suður-Svíþjóð sendir fulltrúa.
Fram kemur í tilkynningunni að á fundinum verði lagðar línur fyrir komandi kosningar og helstu baráttumálin rædd. Mikil virkni hafi verið í flokknum undanfarið og muni landsfundurinn einkennast af því.
Fyrir fundinn verða meðal annars lagðar fram ítarlegar tillögur að stefnu flokksins í helbrigðismálum og sjávarútvegsmálum. Báðar tillögurnar séu afrakstur gróskumikils hópastarfs síðustu mánuði og ár. Einnig verða ályktanir bornar upp til samþykktar og skerpt á áherslumálum, auk þess að kosið verður í embætti og stjórn flokksins, segir ennfremur í tilkynningunni. Steingrímur J. Sigfússon flytur ræðu á opnunarhátíðinni í dag og er gert ráð fyrir að hún hefjist um kl. 17.45.
Dagskrá fundarins er annars sem hér segir:
Föstudagur 20. mars 2009
15:00 Starfsmenn fundarins kosnir og kjörbréf samþykkt
15:30 Skýrsla stjórnar og reikningar
16:00 Málefnahópar skipaðir
Drög að ályktunum kynnt
Drög að kosningastefnuskrá kynnt
Lagabreytingar – fyrri umræða
16:30 Hlé
17:00 Opnunarhátíð
20:00 Almennar stjórnmálaumræður
Laugardagur 21. mars 2009
9:00 Lagabreytingar – seinni umræða
10:00 Kosning formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og annarra stjórnarmanna
11:00 Kosningaáherslur, kynning og umræða
12:00 Framboði til flokksráðs lýkur
13:00 Matur
14:00 Málefnahópar taka til starfa
Atvinnumál
Efnahagsmál
Velferðamál
Framtíðarsýn, menntun og nýsköpun
Stjórnmálaályktun og kosningaáherslur
Starfshópur um sérmál og önnur mál
Landsfundarball í Þjóðleikhúskjallaranum
Sunnudagur 22. mars 2009
10:00 Kosning flokksráðs
11:00 Hópar skila af sér
12:00 Matur
13:00 Lagabreytingar afgreiddar
13:30 Afgreiðsla kosningaáherslna og ályktana
15:30 Fundaslit