„Við þurfum að byggja upp traust, við þurfum að endurlýðræðisvæða íslensk stjórnmál og íslensk þjóðmál almennt. Við þurfum að snúa okkur að því, af miklum krafti, að efla atvinnusköpun, ekki síst styrkja útflutningsstarfsemi og gjaldeyrisöflun.“
Þetta var meðal þess sem kom fram í setningarræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, á landsfundi flokksins sem settur var fyrr í dag. Rúm 400 manns hlýddu á ræðuna.
Steingrímur sagði að það ætti að vera forgangsmál að nýta innlenda vistvæna orku til þess að gera okkur „óháðari innfluttu mengandi jarðefnaeldsneyti, en ekki að einblína á gömlu stóru lausnir gærdagsins, risaverksmiðjur í eigu erlendra aðila sem skilja tiltölulega lítinn nettó virðisauka eftir í íslensku samfélagi.“
Meira komið í þrot en stóru bankarnir
Steingrímur vísaði í ræðu sinni í yfirgnæfandi fylgi flokksins meðal yngra fólks í skoðanakönnunum. Þar hefði átt sér stað mikil hugmyndafræðileg vakning og farið fram mikil gerjun. Það mætti nánast kalla það byltingu og sterk skilaboð.
„Hafi Sjálfstæðisflokkurinn brugðist þjóðinni, þá hefur hann brugðist kjósendum sínum enn freklegar.“
Meira væri þannig komið í þrot en stóru bankarnir.
Samstarf ríkisstjórnarflokkanna legði góðan grunn að framhaldinu
Samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka sagði Steingrímur hafa gengið vel og nyti stuðnings þjóðarinnar. Það legði góðan grunn að framhaldinu.
Síðan 1. febrúar s.l. hefði ríkisstjórnin flutt og þegar fengið samþykkt sem lög:
<!--[if !supportEmptyParas]-->
svo nokkuð væri nefnt.
Fyrir þinginu lægju:
Steingrímur sagði ósanngjarnt og ekki rétt að kenna almenningi í landinu um hvernig komið er, þótt vissulega væri stór hluti skulda þjóðarbúsins á ábyrgð einkaaðila. Fyrst og fremst væru það mistök tiltölulega fárra ráðandi aðila í stjórnmálalífi, eftirlitsstofnunum og stjórnsýslu, fjármálaheiminum og bönkum, áhættufíklum útrásarinnar, fjölmiðlunum og, að einhverju leyti fræðasamfélaginu, sem yllu því hvernig komið er.
Vinstrihreyfingin grænt framboð, gæti þó umfram alla aðra íslenska flokka verið hreykin af framgöngu sinni og frammistöðu þann tíma sem þau hefðu starfað. Menn ættu að sjálfsögðu alltaf að líta í eigin barm.
„Okkur verða á mistök, það er óumflýjanlegt, að ég tala nú ekki um við ógnaraðstæður eins og þær sem nú er glímt við. Ég hef látið undan aðstæðum sem valda því að góðir vinir í hópi femínistaflokksins, og vel að merkja, ég ætla eftir sem áður að telja mig einn af þeim, hafa orðið fyrir vonbrigðum.“
Hófstillt kosningabarátta
<!--[if !supportEmptyParas]-->
Steingrímur sagði að lokum að í sínum huga kæmi ekki annað til greina en hófstillt kosningabarátta og að öllum kostnaði yrði haldið í lágmarki. Uppbyggileg og ábyrg barátta væri mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr.
„Enda held ég hvort sem er, að þessar kosningar verði ekki unnar með kaupum á jakkafötum eða því að læra að brosa, ekki með því að lofa öllum öllu, ekki með lýðskrumi og sýndarmennsku. Tímarnir eru alvarlegir, höfum það í huga.“