Var á leið að hætta

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ist hafa hugsað sem svo þegar kjör­tíma­bilið hófst, að það yrði jafn­vel  henn­ar síðasta. Síðan hefði ým­is­legt breyst og hún ákveðið að halda áfram í stjórn­mál­um.

Jó­hanna sem gegn­ir valda­mesta embætti lands­ins, á erfiðasta tím­an­um í lýðveld­is­sög­unni, býður sig fram til for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni og gæti því orðið áfram for­sæt­is­ráðherra í rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar ef nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar halda áfram sam­starfi.
Hún  seg­ist vera að bjóða sig fram til að leysa þau verk­efni sem séu framund­an  í sam­fé­lag­inu, að end­ur­reisa at­vinnu­lífið og bjarga heim­il­un­um í land­inu. Hún seg­ir að þau verk­efni taki að lík­ind­um nokk­ur miss­eri eða ár. Hún ætli ekki að hlaup­ast frá hálfunnu verki og sé því ekki að bjóða sig fram til skamms tíma. Sjá MBL sjón­varp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert