Steingrímur kjörinn með lófataki

Steingrímur. J. Sigfússon, formaður VG á landsfundinum í dag.
Steingrímur. J. Sigfússon, formaður VG á landsfundinum í dag. mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon verður áfram formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, en hann var kjörinn með lófataki á landsfundi flokksins í dag. Engin mótframboð komu fram á fundinum.

„Ég hélt það væri nóg að vera formaður í 8-10 ár, en hér stend ég enn. Ég ætla þó að fullvissa ykkur um það að ekki mun þurfa lagabreytingu til að ég víki. Ég hef hug á að hætta áður en allir verða dauðfegnir að losna við mig.“

Steingrímur sagðist engu vilja skipta fyrir að hafa verið með í þessu verkefni síðastliðin tíu ár. Flokksmenn gætu verið sátt og stolt af árangrinum og það gleddi hann að sjá þá endurnýjun sem nú er í flokknum.

Þá voru Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómasdóttir einnig staðfestar í sínum embættum sem varaformaður og ritari með lófataki.

Hildur Traustadóttir var kjörin nýr gjaldkeri Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hildur var ein í framboði til síns embættis og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur sem bauð sig ekki fram til endurkjörs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert