„Ég held það hafi valdið því að það kemur fram ákveðin krafa um endurnýjun. Við erum að svara því kalli,“ sagði Ásbjörn Óttarsson, spurður hvað hefði orðið til þess að hann náði 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um helgina.
„Þetta kom skemmtilega á óvart," segir Ásbjörn við Morgunblaðið. „Enda að keppa við mjög öflugan mann og vinsælan," bætir hann við.
Ásbjörn er forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar. Hann er 46 ára, uppalinn á Hellissandi og búsettur á Rifi. Hann hefur starfað við sjómennsku og útgerð og rak fiskverkun á Rifi um nokkurra ára skeið. Hann rekur útgerðarfyrirtækið Nesver ehf. ásamt Margréti G. Scheving, eiginkonu sinni.
Endanlegar staðfestar tölur í prófkjörinu eru þessar:
1. Ásbjörn Óttarsson með 1.048 atkvæði
2. Einar K. Guðfinnsson með 1.088 atkvæði
3. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir með 1.045 atkvæði
4. Birna Lárusdóttir með 1.193 atkvæði
5. Bergþór Ólason með 1.082 atkvæði
6. Sigurður Örn Ágústsson með 1.104 atkvæði