Ásbjörn sigraði

Ásbjörn Óttarsson.
Ásbjörn Óttarsson.

Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, hafði betur í baráttu við Einar Kr. Guðfinnsson alþingismann og fyrrverandi ráðherra í slagnum um efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Talningu í prófkjöri lauk rétt í þessu. Keppnin var hnífjöfn; Ásbjörn fékk 7 atkvæðum meira en Einar.

Ásbjörn er 46 ára gamall, uppalinn á Hellissandi og búsettur á Rifi. Hann hefur starfað við sjómennsku og útgerð og rak fiskverkun á Rifi um nokkurra ára skeið. Hann rekur útgerðarfyrirtækið Nesver ehf. ásamt Margréti G. Scheving, eiginkonu sinni.

Ásbjörn hefur setið lengi í bæjarstjórn Snæfellsbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið oddviti sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu og forseti bæjarstjórnar frá 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert