Fundur VG dregst á langinn

Frá landsfundi VG sem stendur yfir um helgina.
Frá landsfundi VG sem stendur yfir um helgina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Virkar umræður fara nú fram um ályktanir landsfundar Vinstri grænna. Kosið er um niðurstöður vinnuhópa og átti afgreiðslu þeirra mála að vera lokið kl.15.30. Hins vegar hefur aðeins verið rætt um málefni fjögurra af átta hópum. Klukkan fimm síðdegis hafði verið boðaður blaðamannafundur en honum hefur verið frestað til hádegis á morgun.

Sem þetta er skrifað fara fram umræður um tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: VG
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert