„Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti“

Einar Kr. Guðfinnsson
Einar Kr. Guðfinnsson Brynjar Gauti

Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, náði ekki 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag, eins og hann stefndi að, en hann segist „að sjálfsögðu“ taka 2. sætið.

„Árangur minn er þó þannig að ég hef fengið mikinn stuðning í 1. sætið og ég sé á öllu að sá stuðningur kemur víða að úr kjördæminu og er mjög breiður. Ég fagna því. En það er þó ljóst að mjög er kosið á landfræðilegum grunni - eins og tíðkast hér á landi - og fyrir það er ég að gjalda. Það blasir við.“

Einar sagði ævarandi þakklátur þeim sem aðstoðuðu hann í kosningabaráttunni nú, margir hefðu lagt á sig gríðarlega vinnu og fyrir það vildi hann þakka.

Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, náði 1. sætinu í prófkjörinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert