Þjóðin sjálf hafi síðasta orðið

Samfylkingin
Samfylkingin mbl.is/ÞÖK

Samfylkingarfólk hefur vitanlega hugleitt hvernig hægt verði að ná lendingu í Evrópusambandsmálum, ef Samfylking og Vinstri græn fá þannig niðurstöðu í alþingiskosningum að grundvöllur verði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi flokkanna í kjölfar kosninga. Það liggur fyrir að himinn og haf er á milli þessara stjórnmálaflokka í Evrópusambandsmálum. Steingrímur J. Sigfússon nefndi t.d. ESB ekki einu orði í ræðu sinni í fyrrakvöld.

Fyrir liggur af hálfu beggja flokka að forystumenn þeirra hafa hug á áframhaldandi stjórnarsamstarfi á næsta kjörtímabili og því er talið mikilvægt að ná sátt á milli flokkanna í Evrópusambandsmálum.

Samfylkingarfólk telur líklegt að lendingin í Evrópusambandsmálum geti orðið eitthvað á þá leið, að þverpólitísk samstaða myndist um það að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja svo niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Aðalatriðið nú sé að ná samstöðu um hvert ferlið eigi að vera. Þjóðin sjálf hafi svo síðasta orðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka