Sjálfstæðisflokknum í vor. Ályktun um þetta, svonefnd ályktun um félagshyggjustjórn, var samþykkt á landsfundi flokksins áðan. Vinstri græn vilja ríkisstjórn „sem forgangsraðar í þágu fólks, ekki fjármagns.“
Svo segir í ályktun VG:
„Vinstri græn hafa ekki eytt síðustu vikum í að taka til í landi sem er rjúkandi rústir eftir nýfrjálshyggjustefnu hægrisinnaðra stjórnvalda, til þess eins að sjá Sjálfstæðisflokkinn aftur í ríkisstjórn eftir stutt hlé á 18 ára valdasetu. Vinstri græn munu því ekki taka þátt í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum að loknum kosningum í vor. Kjósendur eiga skilið að Vinstri græn komi því með skýrum hætti á framfæri að í vor göngum við ekki óbundin til kosninga, heldur göngum við til kosninga með það að markmiði að starfrækja áfram velferðarstjórn sem byggist á sanngirni og samstöðu í þessu landi.“