3% skattur á 500 þúsund

Agnes Bragadóttir og Karl Blöndal ræða við Steingrím J. Sigfússon …
Agnes Bragadóttir og Karl Blöndal ræða við Steingrím J. Sigfússon í myndveri mbl.is. mbl.is/Júlíus

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vísaði til þess  í Zetunni, nýjum viðtalsþætti á mbl.is, í hádeginu að hann hefði lagt fram frumvarp á Alþingi á síðasta ári með tillögu um útfærslu á álagi á hærri laun.

Þar er gert ráð fyrir 3% skatt tekjur einstaklinga yfir 500 þúsund krónur og hjóna sem hafa yfir 1 milljón á mánuð og 5% álag til viðbótar á tekjur yfir 700 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingum og 1400 þúsund krónur hjá hjónum. Sagði Steingrímur að þetta gæti skilað ríkissjóði 3,5-4 milljörðum króna.

Í stjórnmálaályktun landsfundar VG um helgina var m.a. sett fram markmið um að skattbyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og  að skattkerfið verði notað markvisst til tekjujöfnunar með þrepaskiptum tekjuskatti eða álagi á há laun.

Steingrímur sagði í viðtalinu ljóst að draga verði úr halla ríkissjóðs á næsta ári um  35-50 milljarða. Til þess væru tvær leiðir, að minna útgjöldin eða auka tekjurnar. Sagði Steingrímur að að ekki hægt að ná þessu fram með niðurskurði og ekki væri heldur hægt að ná þessu með auknum sköttum.  Því yrði að fara blandaða leið.

Steingrímur sagði að fara yrði með stækkunarglerið á alla möguleika á hagræðingu í ríkisrekstri. Óumflýjanlegt væri að horfa til skipulagsbreytinga, sameina einkingar í heilbrigðiskerfinu og  menntakerfinu, „við erum með marga háskóla," sagði Steingrímur og bætti við að ekki væri hægt að útiloka neitt fyrirfram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert