3% skattur á 500 þúsund

Agnes Bragadóttir og Karl Blöndal ræða við Steingrím J. Sigfússon …
Agnes Bragadóttir og Karl Blöndal ræða við Steingrím J. Sigfússon í myndveri mbl.is. mbl.is/Júlíus

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, vísaði til þess  í Zet­unni, nýj­um viðtalsþætti á mbl.is, í há­deg­inu að hann hefði lagt fram frum­varp á Alþingi á síðasta ári með til­lögu um út­færslu á álagi á hærri laun.

Þar er gert ráð fyr­ir 3% skatt tekj­ur ein­stak­linga yfir 500 þúsund krón­ur og hjóna sem hafa yfir 1 millj­ón á mánuð og 5% álag til viðbót­ar á tekj­ur yfir 700 þúsund krón­ur á mánuði hjá ein­stak­ling­um og 1400 þúsund krón­ur hjá hjón­um. Sagði Stein­grím­ur að þetta gæti skilað rík­is­sjóði 3,5-4 millj­örðum króna.

Í stjórn­mála­álykt­un lands­fund­ar VG um helg­ina var m.a. sett fram mark­mið um að skatt­byrðinni verði dreift með rétt­lát­um hætti og  að skatt­kerfið verði notað mark­visst til tekju­jöfn­un­ar með þrepa­skipt­um tekju­skatti eða álagi á há laun.

Stein­grím­ur sagði í viðtal­inu ljóst að draga verði úr halla rík­is­sjóðs á næsta ári um  35-50 millj­arða. Til þess væru tvær leiðir, að minna út­gjöld­in eða auka tekj­urn­ar. Sagði Stein­grím­ur að að ekki hægt að ná þessu fram með niður­skurði og ekki væri held­ur hægt að ná þessu með aukn­um skött­um.  Því yrði að fara blandaða leið.

Stein­grím­ur sagði að fara yrði með stækk­un­ar­glerið á alla mögu­leika á hagræðingu í rík­is­rekstri. Óumflýj­an­legt væri að horfa til skipu­lags­breyt­inga, sam­eina eink­ing­ar í heil­brigðis­kerf­inu og  mennta­kerf­inu, „við erum með marga há­skóla," sagði Stein­grím­ur og bætti við að ekki væri hægt að úti­loka neitt fyr­ir­fram. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert