Sjálfstæðisflokkur endurgreiðir framlag Neyðarlínunnar

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir, að flokknum hafi orðið á mistök árið 2007 þegar hann þáði fjárframlög frá fyrirtækjum í opinberri eigu. Hefur flokkurinn þegar endurgreitt 300 þúsund króna framlag, sem hann fékk frá Neyðarlínunni og segir að öll framlög, sem stangist á við lög, verði endurgreidd. 

Í yfirlýsingu frá Andra Óttarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, segir að lög um fjármál stjórnmálaflokka hafi verið sett árið 2006 og þar hafi m.a. verið settar skorður við því hverjir megi leggja stjórnmálaflokkum til fjárframlög. 

„Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka," segir m.a. í yfirlýsingu Andra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert