Sjálfstæðisflokkur endurgreiðir framlag Neyðarlínunnar

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir, að flokkn­um hafi orðið á mis­tök árið 2007 þegar hann þáði fjár­fram­lög frá fyr­ir­tækj­um í op­in­berri eigu. Hef­ur flokk­ur­inn þegar end­ur­greitt 300 þúsund króna fram­lag, sem hann fékk frá Neyðarlín­unni og seg­ir að öll fram­lög, sem stang­ist á við lög, verði end­ur­greidd. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá Andra Ótt­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka hafi verið sett árið 2006 og þar hafi m.a. verið sett­ar skorður við því hverj­ir megi leggja stjórn­mála­flokk­um til fjár­fram­lög. 

„Í ljós hef­ur komið að flest­ir flokk­anna fóru á svig við ákvæði lag­anna hvað það varðar að þiggja fram­lög frá fyr­ir­tækj­um eða fé­lög­um í op­in­berri eigu. Sjálf­stæðis­flokkn­um urðu á nokk­ur slík mis­tök árið 2007 og veitti flokk­ur­inn þannig viðtöku fram­lög­um sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða fé­lög í meiri­hluta­eigu hins op­in­bera. Í 6. gr. lag­anna er kveðið á um að slík­um aðilum sé óheim­ilt að styrkja stjórn­mála­flokka," seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ingu Andra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert