Samfylkingin bætir fyrir mistök

Frá kosningum 2007 - Samfylkingu urðu á mistök í fjármögnun …
Frá kosningum 2007 - Samfylkingu urðu á mistök í fjármögnun sem hér með verða leiðrétt Kristinn Ingvarsson

Sam­fylk­ing­in ætl­ar að end­ur­greiða styrk sem flokk­ur­inn þáði frá Ísland­s­pósti í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2007 að upp­hæð 150.000 krón­um, þar sem það brýt­ur í bága við lög sem samþykkt voru árið 2006 og til­greina að stjórn­mála­flokk­um sé óheim­ilt að þiggja fram­lög frá fyr­ir­tækj­um eða fé­lög­um í op­in­berri eigu.

Að sögn Sigrún­ar Jóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra flokks­ins, var um mis­tök að ræða sem Sam­fylk­ing­in, líkt og aðrir stjórn­mála­flokk­ar, gerðu sér ekki grein fyr­ir á sín­um tíma. Sam­fylk­ing­in gerði grein fyr­ir fjár­fram­laga til flokks­ins í ág­úst 2007 þar sem styrk­ur­inn frá Ísland­s­pósti var m.a. til­greind­ur, en eng­in at­huga­semd barst frá Rík­is­end­ur­skoðun á þeim tíma. 

„Sam­fylk­ing­in harm­ar þessi mis­tök og mun í kjöl­farið gæta enn bet­ur en áður að vinnu­lagi við öfl­un styrkja til flokks­ins,“ seg­ir Sigrún.  Krón­urn­ar 150.000 verða end­ur­greidd­ar til Ísland­s­pósts í dag að henn­ar sögn.

„Sam­fylk­ing­in hef­ur ætíð mælt fyr­ir auknu gegn­sæi varðandi fjár­mögn­un stjórn­mála­flokk­anna og benda má að árs­reikn­ing­ar flokks­ins frá ár­inu 2001 eru aðgengi­leg­ir á vef flokks­ins,“ seg­ir Sigrún og bend­ir einnig á að fjár­hag­ur flokks­ins sé traust­ur, all­ar kosn­inga­skuld­ir frá ár­inu 2007 hafi verið greidd­ar upp á síðasta ári, lang­tíma­skuld­ir nemi nú ein­ung­is um 5% af veltu flokks­ins og eigið fé sé já­kvætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert