Geir kvaddi á Alþingi

Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræða við blaðamenn …
Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræða við blaðamenn í þinghúsinu í dag. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að þetta væri síðasti starfsdagur hans á Alþingi. Sagðist Geir myndu láta af embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á sunnudag og yrði síðan fjarverandi í næstu viku af persónulegum ástæðum.

Fram kom hjá Guðbjarti Hannessyni, forseta Alþingis, að Geir gæti ekki sótt þingfundi á næstunni vegna þess að hann er að fara til útlanda vegna læknismeðferðar.

Geir sagðist hafa átt sæti á Alþingi í 22 ár og þar af verið þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í 7 ár og ráðherra í tæp 11 ár. Sagði Geir, að það væru forréttindi að hafa fengið að starfa svona lengi við þessa stofnun. Sér þætti afar vænt um hana og vildi að sómi hennar sé sem mestur. 

Sagði Geir að ekki væri búið að ná samkomulagi um þingstörfin á Alþingi nú og sér þætti miður, að hætta væri á alvarlegum deilum um mál, þar á meðal um stjórnarskrána. Sagði Geir að það yrði nú á höndum annarra en hans að leysa þessar deilur og sagðist hann treysta mönnum til að standa þannig að málum, að heiður Alþingis verði ekki fyrir borð borinn. 

Geir H. Haarde ávarpar Alþingi í dag.
Geir H. Haarde ávarpar Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert