Geir kvaddi á Alþingi

Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræða við blaðamenn …
Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræða við blaðamenn í þinghúsinu í dag. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, til­kynnti við upp­haf þing­fund­ar á Alþingi í dag að þetta væri síðasti starfs­dag­ur hans á Alþingi. Sagðist Geir myndu láta af embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á sunnu­dag og yrði síðan fjar­ver­andi í næstu viku af per­sónu­leg­um ástæðum.

Fram kom hjá Guðbjarti Hann­es­syni, for­seta Alþing­is, að Geir gæti ekki sótt þing­fundi á næst­unni vegna þess að hann er að fara til út­landa vegna lækn­is­meðferðar.

Geir sagðist hafa átt sæti á Alþingi í 22 ár og þar af verið þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í 7 ár og ráðherra í tæp 11 ár. Sagði Geir, að það væru for­rétt­indi að hafa fengið að starfa svona lengi við þessa stofn­un. Sér þætti afar vænt um hana og vildi að sómi henn­ar sé sem mest­ur. 

Sagði Geir að ekki væri búið að ná sam­komu­lagi um þing­störf­in á Alþingi nú og sér þætti miður, að hætta væri á al­var­leg­um deil­um um mál, þar á meðal um stjórn­ar­skrána. Sagði Geir að það yrði nú á hönd­um annarra en hans að leysa þess­ar deil­ur og sagðist hann treysta mönn­um til að standa þannig að mál­um, að heiður Alþing­is verði ekki fyr­ir borð bor­inn. 

Geir H. Haarde ávarpar Alþingi í dag.
Geir H. Haar­de ávarp­ar Alþingi í dag. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert