Vigdís: ASÍ leit á þátttöku í framboðinu sem uppsögn

Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.
Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. mbl.is

Vig­dís Hauks­dótt­ir, sem skip­ar 1. sæti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­arn­ar, seg­ir for­seta ASÍ hafa tjáð sér að hún yrði að velja á milli starfs síns hjá sam­band­inu og fram­boðs vegna þess að litið yrði á þátt­töku í fram­boði Fram­sókn­ar­flokks­ins sem upp­sögn.  

Gylfi sagði í morg­un að það ætti ekki við nein rök að styðjast, að hann hefði viljað losna við Vig­dísi úr starfi eða að flokk­spóli­tík ætti þar ein­hvern hlut að máli. Sagðist Gylfi þvert á móti gjarn­an hefði viljað njóta starfs­krafta Vig­dís­ar áfram, sem hafi staðið sig mjög vel í starfi fyr­ir ASÍ.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Vig­dís sendi frá sér í kvöld seg­ir:

„Þegar ljóst var að ég tæki fyrsta sæti á fram­boðslista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður þá óskaði ég í sím­tali við Gylfa Arn­björns­son for­seta ASÍ, eft­ir launa­lausu leyfi sem lög­fræðing­ur hjá Alþýðusam­bandi Íslands fram yfir kosn­ing­ar. For­seti ASÍ tjáði mér að ég yrði að velja á milli starfs míns hjá sam­band­inu og fram­boðsins og því yrði litið á þessa þátt­töku mína í fram­boði Fram­sókn­ar­flokks­ins sem upp­sögn af minni hálfu. Mér þótti þetta skjóta skökku við í ljósi þess að Gylfi hafði veitt öðrum starfs­manni launa­laust leyfi á meðan hann væri í alþing­is­fram­boði fyr­ir Sam­fylk­ing­una jafn­framt því sem fjölda­mörg for­dæmi eru fyr­ir því að fólk í verka­lýðshreyf­ing­unni hafi sinnt póli­tísk­um störf­um sam­hliða störf­um hjá hreyf­ing­unni. Fólki sem ég ræddi við eft­ir sím­talið sá að mér var brugðið við þessi tíðindi.

Það var ánægju­legt að starfa fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una og harma ég þessi mála­lok. Ég kveð sam­starfs­fólk mitt hjá ASÍ með söknuði. Mér leið vel þann stutta tíma sem ég vann þar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert