Ögmundur fær ekki ráðherralaun

Sjúkrahúsin í Kraganum svonefnda, sem mestur styr hefur staðið um vegna niðurskurðaráforma fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafa náð að spara sig inn fyrir ramma fjárlaga með því að einfalda stjórnkerfi spítalans, minnka yfirvinnu og lækka laun þó án þess að hrófla við kjarasamningum.

Þetta þýðir að hægt verður að mestu leyti að koma í veg fyrir uppsagnir þótt ekki sé ljóst hvort grípa þurfi til fleiri sársaukafullra ákvarðanna.

Þetta kom fram á blaðamannafundi með ráðherra, stjórnendum spítalanna og hollvinum.

Í samtali við MBL sjónvarp greindi Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, frá því að hann hafi afsalað sér ráðherralaunum meðan núverandi ríkisstjórn situr. Ögmundur, sem er í leyfi frá störfum sem forseti BSRB þar sem hann hefur starfað launalaust, segist þannig eiga auðveldara með að fara fram á að starfsmenn í heilbrigðiskerfinu færi þær fórnir sem þurfi til þess að vernda nauðsynleg störf og þjónustu við sjúklinga.  Ögmundur þiggur því einungis þingfararkaup fyrir störf sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert