Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að enn væru 22 þingmál, sem ríkisstjórnin vildi afgreiða fyrir þinglok. Þar af væru 12 mál, sem snertu fjármál heimila og fyrirtækja, einkum þó frumvörp um greiðsluaðlögun veðlána.
Ekki hefur náðst samkomulag um þinglokin. Jóhanna átti í gær fund með formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gær og sagði að annar slíkur fundur verði haldinn í dag.