Frjálslyndi flokkurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ásgerðar Jónu Flosadóttur sem fyrr í vikunni sagði sig úr flokknum og um leið sem varaformaður Frjálslynda flokknum.
„Ásökunum um að félagsfundur í Kjördæmisfélagi Suðvesturkjördæmis hafi verið ólöglega boðaður er algjörlega vísað á bug. Allir fundir hafa verið boðaðir með löglegum hætti samkvæmt samþykktum félagsins. Ásakanir Ásgerðar um annað eru hreinn uppspuni til þess ætlaðar að skaða Frjálslynda flokkinn."