Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag

Allt er til reiðu í Laugardalshöll fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Allt er til reiðu í Laugardalshöll fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Gunnar Geir

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag kl. 17 í Laugardalshöll. Í fundarbyrjun verður fagnað stuttlega 80 ára afmæli flokksins sem er í ár en um kl. 17.30 flytur Geir H. Haarde, formaður flokksins, setningarræðuna. Athöfnin í dag er öllum opin en næstu þrjá daga eru landsfundarfulltrúar að störfum en þeir eru hátt í tvö þúsund talsins. 

Dagskrá landsfundarins er sem hér segir:

Fimmtudagur 26. mars

Kl. 14.00 – 16.30 
Opið hús í Laugardalshöll.
Afhending fundargagna.

Kl. 16.00             
Tónlist í anddyri og sal.

Kl. 17.30             
Setning fundarins:
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu.

Kl. 18.30
Námskeið Óðinsmanna: Í fyrsta skipti á landsfundi, í Óðinsstofu, 1. hæð í Laugardalshöllinni.

Kl. 18.30
Kvöldverður fyrir konur á landsfundi á vegum Landssambands sjálfstæðiskvenna á Broadway, Ármúla 9.

Kl. 18.30
Móttaka fyrir fyrrverandi og núverandi alþingismenn Sjálfstæðisflokksins og bakhjarla flokksins.

Kl. 20.30
Fundur í starfshópum um tillögur Evrópunefndar og Endurreisnarnefndar.

Föstudagur 27. mars

Kl. 9.00
Kynning og afgreiðsla á tillögum Evrópunefndarinnar.
Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar.
Umræður.

Viðtalstími samræmingarnefndar er kl. 9.30-12.00 í anddyri Laugardalshallar. Þar er tekið við breytingartillögum við fyrirliggjandi drög að ályktunum. Einnig verður tekið á móti breytingartillögum á heimasíðu flokksins. Aðeins verður tekið við skriflegum breytingartillögum. Þær verða að vera bornar upp í starfshópi til að fást ræddar á stóra fundinum.


Kl. 10.00

Kl. 11.45
Fundur með formönnum starfshópa og formönnum málefnanefnda í sal 3 á 2. hæð.

Kl. 12.00 – 13.15
Sameiginlegir hádegisverðir landsfundarfulltrúa hvers kjördæmis á Hótel Sögu (sjá yfirlit).

Kl. 13.30
Kynning og afgreiðsla á tillögum Endurreisnarnefndarinnar.
Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar.
Umræður.

Kl. 16.00
Stjórnarfundur Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Salur 3, 2. hæð.

Kl. 17.00
Fundir starfshópa. (Sjá yfirlit.)

Kl. 20.00 – 23.00
Opið hús fyrir landsfundarfulltrúa úr öllum kjördæmum á Broadway, Ármúla 9.

Kl. 21.30 – 1.00
Opið hús Sambands ungra sjálfstæðismanna fyrir landsfundarfulltrúa á Broadway, Ármúli 9.


Laugardagur 28. mars

Kl. 9.00
Fundir starfshópa. (Sjá yfirlit.)

Kl. 10.00
Bloggnámskeið Óðinsmanna, í Óðinsstofu, 1. hæð í Laugardalshöllinni.

Kl. 11.00
Framsaga um stjórnmálaályktun.
Almennar umræður.
Kjör stjórnmálanefndar.

Kl. 11.30
Starfsemi Sjálfstæðisflokksins.
Skýrsla framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Andra Óttarssonar, um flokksstarfið.
Umræður.

Kl. 12.00
Kynning og afgreiðsla á breytingum á Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins.
Umræður.

Kl. 12.30 - 18.00



Kl. 12.00 - 18.00
Námskeið: Maður á mann – tölvukennsla í Sal I.
Upplýsingar á skrifstofu landsfundarins á 2. hæð.

Kl. 13.00
Skilafrestur framboða til miðstjórnar rennur út.
(Aðsetur kjörstjórnar er á skrifstofu landsfundar á 2. hæð Laugardalshallar.)

Kl. 19.30
Landsfundarhóf.
Kvöldverður og dans á Broadway, Ármúla 9.
(Miðasala í anddyri Laugardalshallar.)

Sunnudagur 29. mars

Kl. 10.00 – 15.00
Afgreiðsla ályktana framhald frá laugardeginum.
Umræður.

Kl. 12.00
Kosning miðstjórnar.
(Kosningu lýkur kl. 12.00.)
Afgreiðsla stjórnmálaályktunar.

Kl. 15.00
Kosning formanns.
Kosning varaformanns.

Kl. 16.00
Fundarslit.
Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert