Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu

Landsfundargestir í Laugardalshöll.
Landsfundargestir í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Til­laga Evr­ópu­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem rædd verður á lands­fund­in­um á morg­un, er um að tvö­föld þjóðar­at­kvæðagreiðsla fari fram, ann­ars veg­ar um hvort Ísland eigi að hefja viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um aðild og hins veg­ar um niður­stöðuna ef farið verður í viðræður.

Þetta kom fram í setn­ing­ar­ræðu Geirs H. Haar­de, for­manns flokks­ins, á lands­fund­in­um nú síðdeg­is. Sagði Geir, að verði þessi leið far­in gæti fyrri at­kvæðagreiðslan farið fram sam­hliða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um á næsta ári að und­an­geng­inni vandaðri laga­setn­ingu um þjóðar­at­kvæðagreiðsluna. Þannig gæf­ist líka öll­um tæki­færi til að kynna sér mál­in til hlít­ar og koma sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi.

„Þetta er lýðræðis­leg sátta­leið í mál­inu, sem ég vona að lands­fund­ar­menn geti sam­ein­ast um. Ef ein­hvern tíma kem­ur svo að því að Íslend­ing­ar sæki um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu verður mik­il­vægt að tryggja að all­ar framtíðarbreyt­ing­ar á regl­um sam­bands­ins, sem skerða kunna full­veldi lands­ins enn frek­ar en upp­haf­leg aðild, verði born­ar und­ir þjóðar­at­kvæði hér á landi," sagði Geir. 

Setn­ing­ar­ræðan í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert