Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu

Landsfundargestir í Laugardalshöll.
Landsfundargestir í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem rædd verður á landsfundinum á morgun, er um að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, annars vegar um hvort Ísland eigi að hefja viðræður við Evrópusambandið um aðild og hins vegar um niðurstöðuna ef farið verður í viðræður.

Þetta kom fram í setningarræðu Geirs H. Haarde, formanns flokksins, á landsfundinum nú síðdegis. Sagði Geir, að verði þessi leið farin gæti fyrri atkvæðagreiðslan farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum á næsta ári að undangenginni vandaðri lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þannig gæfist líka öllum tækifæri til að kynna sér málin til hlítar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

„Þetta er lýðræðisleg sáttaleið í málinu, sem ég vona að landsfundarmenn geti sameinast um. Ef einhvern tíma kemur svo að því að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu verður mikilvægt að tryggja að allar framtíðarbreytingar á reglum sambandsins, sem skerða kunna fullveldi landsins enn frekar en upphafleg aðild, verði bornar undir þjóðaratkvæði hér á landi," sagði Geir. 

Setningarræðan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert