Sakar RÚV um að beita bellibrögðum

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon.

Útvarps­rétt­ar­nefnd fund­ar í dag um kæru Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna brota Rík­is­út­varps­ins á út­varps­lög­um og lög­um um Rík­is­út­varpið. Ástþór Magnús­son seg­ir í til­kynn­ingu að starfs­menn RÚV hafi beitt brögðum til að koma Borg­ara­hreyf­ing­unni á fram­færi, því formaður henn­ar starfi hjá RÚV.

„Verði ekki gerð veru­leg brag­ar­bót til að kynna Lýðræðis­hreyf­ing­una næstu daga í Rík­is­út­varp­inu og RÚV til að koma boðskap henn­ar á  fram­færi við þjóðina til jafns við of­an­greind sam­tök Opin borg­ar­a­fund og Borg­ara­hreyf­ing­una, er ljóst að kosn­ing­ar verða ekki með lýðræðis­leg­um hætti og eiga því meira í ætt við kosn­ing­ar í ein­ræðis- og komm­ún­ísk­um ríkj­um þar sem aðgangi að  fjöl­miðlum er miðstýrt til að úti­loka að ný fram­boð nái fram að  ganga. Við erum nú að upp­lifa slíka mis­notk­un fjöl­miðla hér á Íslandi nema Útvarps­rétt­ar­nefnd grípi í taum­ana næstu klukku­stund­irn­ar til að rétta hlut Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar í aðdrag­anda þessa kosn­inga,“ skrif­ar Ástþór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka