Siðrof í íslensku samfélagi

Ingibjörg Sólrún flytur setningarræðu sína.
Ingibjörg Sólrún flytur setningarræðu sína. mbl.is/Árni Sæberg

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði þegar hún setti lands­fund flokks­ins í dag, að hún hefði að und­an­förnu reynt að skilja það siðrof sem varð í ís­lensku sam­fé­lagi þegar ákveðinn hóp­ur manna hætti að sækja sér viðmið í ís­lensk­an veru­leika, tók upp lífs­hætti er­lendra auðmann og gaf goðsögn­inni um stétt­laust sam­fé­lag á Íslandi langt nef.

„Svo er ég enn að reyna að kom­ast til botns í því hvers vegna ís­lenskt sam­fé­lag gekkst inn á þetta,  þó að ekki væri nema með þegj­andi þögn­inni eða með því að taka fagn­andi þeim brauðmol­um sem hrutu af borðum auðmann­anna  og má þá einu gilda hvort í  hlut áttu rit­höf­und­ar, leik­hús­fólk, stjórn­mála­menn, fjöl­miðlamenn, sveit­ar­stjórn­ar­menn, skóla­menn eða aðrir framá­menn í sam­fé­lag­inu," sagði Ingi­björg Sól­rún.

Hún sagðist ekki hafa fundið svör­in við öll­um þess­um spurn­ing­um en teldi þó nokkr­ar megin­á­stæður vera fyr­ir þeirri al­var­legu stöðu sem myndaðist á ís­lensk­um fjár­mála­markaði og leiddi að til tvö­faldr­ar kreppu á Íslandi, bankakreppu og gjald­eyri­skreppu:

  1. Alþjóðavæðing fjár­mála­kerf­is­ins með EES samn­ingn­um á grund­velli ör­mynt­ar, sem eng­inn þekk­ir, án þess að viðeig­andi varn­ir væru tryggðar inn­an­lands með nægi­lega öfl­ug­um eft­ir­lits­stofn­un­um og mun stærri gjald­eyr­is­vara­forða. 
  2. Einka­vinavæðing bank­anna þegar dreifð eign­araðild var lát­in lönd og leið en ákveðnir hóp­ar hand­vald­ir af ráðherr­um Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks til að eign­ast ráðandi hlut í bönk­un­um.
  3. Al­var­leg hag­stjórn­ar­mis­tök á síðasta kjör­tíma­bili þess­ara flokka sem voru þenslu­hvetj­andi og juku veru­lega skuld­setn­ingu heim­ila og fyr­ir­tækja.
  4. Eig­end­ur og helstu stjórn­end­ur bank­anna voru of gráðugir og of reynslu­litl­ir í banka­mál­um. Þeir ætluðu að sigra heim­inn en horfðust ekki í augu við að það tekst eng­um sem ekki á sér öfl­ug­an bak­hjarl.
  5. Skort­ur á tíma­bærri grein­ingu og til­lög­um frá eft­ir­lits­stofn­un­um um aðgerðir sem gætu sett fjár­mála­kerf­inu nauðsyn­leg­ar skorður. Flest bend­ir hins veg­ar til að þegar komið var fram á árið 2007/​2008 hafi fjár­mála­kerfið þegar verið vaxið land­inu yfir höfuð og  eng­ar aðgerðir hefðu dugað nema neyðaraðgerðir með til­heyr­andi áföll­um.
  6. Alþjóðleg­ur fjár­mála­felli­byl­ur sem feykti um koll mörg­um af stærstu fjár­mála­stofn­un­um heims­ins en þá lokaðist á auga­bragði fyr­ir lausa­fé til banka og fjár­mála­fyr­ir­tækja sem varð til þess að kné­setja ís­lensku bank­ana.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert