Dagur nýr varaformaður

Dagur B. Eggertsson, nýr varaformaður, og Jóhanna Sigurðardóttir, nýr formaður, …
Dagur B. Eggertsson, nýr varaformaður, og Jóhanna Sigurðardóttir, nýr formaður, eru nú í forystusveit Samfylkingarinnar.

Dagur B. Eggertsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar. Dagur fékk 65,6% atkvæða en Árni Páll Árnason fékk 33,9%.
„Við ætlum að sameina þjóðina sem eini flokkurinn með plan. Við ætlum að sækja um ESB strax eftir kosningar og bjóðum til samstarfs með það,“ sagði Dagur þegar úrslitin voru ljós.

Dagur sagði það sjaldgæf forréttindi að etja kappi við jafnmikinn heiðursmann og Árna Pál. Hann hefði fulla trú á að hann myndi leiða Samfylkinguna til sigurs í Suðvesturkjördæmi.

Á kjörskrá voru 1.067 fundarfulltrúar en af þeim kusu 993, eða 93,1% gesta.

Árni Páll sagði það forréttindi að fá að vera í þessum flokki. Hann hefði oft áður stutt Dag og hann væri mjög góður til þessa verks í erfiðri kosningabaráttu framundan.

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert