Fáir á þing úr viðskiptalífinu

Margrét Kristmannsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir

Það er athugavert hversu fáir með þekkingu og reynslu úr viðskiptalífinu munu taka sæti á þingi eftir kosningar, ef marka má niðurstöður prófkjara. Þetta segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ og FKA, Samtaka verslunar og þjónustu og Félags kvenna í atvinnurekstri.

Margrét talaði á landsfundi Samfylkingarinnar í Smáranum nú fyrir skömmu. Hún sagði stöðu fyrirtækjanna erfiða. Aðstæður væru þannig, með núverandi vaxtastig og lánsfjárskort, að fyrirtækin hafa ekki margar leiðir til að spara, nema þá uppsagnir. Þegar stjórnvöld myndu sinna sínu hlutverki og skapa til þess aðstæður þá myndu fyrirtækin að sjálfsögðu taka við sér og ráða fólk til starfa.

Margrét sagði í ræðu sinni að alls ekki ætti að bjarga öllum fyrirtækjum. Á hverjum tíma væru alltaf fyrirtæki sem færu í þrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert