Jafnaðarstefnan í framkvæmd mun leiða þjóðina út úr vandanum. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar.
Að loknum kosningum verði leitast við að mynda félagshyggjustjórn.
„Í ríkisstjórninni höfum sýnt að við hikum ekki við að taka að okkur erfið verkefni og við erum traustsins verð.“
„Við verðum að tryggja að félagsleg sjónarmið séu og verði ráðandi áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Markmið okkar er að þetta verði kosningarnar þar sem jafnaðarmenn verði stærsti flokkur landsins, og sýni kraft og áræði sem mun hífa þjóðina upp úr öldudalnum.“