Jóhanna fékk 97,9%

Jóhanna Sigurðarsdóttir á Alþingi
Jóhanna Sigurðarsdóttir á Alþingi mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir er nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún var kjörin með 97,9% atkvæða á landsfundi flokksins.

Jóhanna þakkaði traustið og hvatningu sem hún hafði fengið og færði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um leið hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu flokksins.

„Ingibjörg hefur brotið blað í íslenskum stjórnmálum og í kringum hana hafa vinstrimenn sameinast. Hún er brautryðjandi í okkar baráttu okkar.“ 

Jóhanna sagði úrslitin vera sér mikinn heiður og hún tæki þeim af auðmýkt. Hið mikla traust og hvatning sem henni hefðu verið sýnt hefðu komið henni í opna skjöldu og þeirra vegna stæði hún hér.

„Andstæðingar mínir hafa haldið fram að ég sé formaður til bráðabirgða. En ég bendi þeim á að ég vil gjarnan vera í þessu starfi eins lengi og flokkurinn telur að ég geti gert gagn og þurfi á kröftum mínum að halda. Ég er ekki upp á punt sem formaður Samfylkingarinnar.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka