Munum geta fjármagnað eftirlaun

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Við munum ekki eiga í vanda við að fjármagna eftirlaun á komandi áratugum. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir skömmu. Gylfi sagði að framtíðina vissulega vera erfiða þegar horft væri til ríkisfjármálanna.

„Í mínum huga er enginn vafi á því að þetta er hægt ef það er gert skynsamlega og þannig að við náum að halda mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Það þarf að dreifa fórnunum nokkuð jafnt og það á að vera hægt.“

Nauðsynlegt mun reynast að draga úr ríkisútgjöldum, m.a. með því að skerða þjónustu. Nánari útfærsla byði augljóslega nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.

Gylfi benti á að samanburður okkar við aðra setji stöðuna í ákveðið samhengi. Þannig verður fjárlagahalli sem hlutfall af landsframleiðslu væntanlega hærri í Bandaríkjunum en hér.

„Okkar vandamál, sérstaklega fjármálakerfisins, voru of stór til að geta leyst þau. Þess vegna reyndum við ekki að leysa hann með að velta honum yfir á ríkið og þar með skattgreiðendur. Það er hins vegar leið sem nágrannaríkin hafa farið. Fyrir vikið munum við kannski enda með heilbrigðari ríkissjóð.“

Jón Sigurðsson hagfræðingur tók undir með Gylfa, um að við réðum við verkefnið, þótt það væri mjög erfitt. Þannig væri hægt að setja fram efnahagsáætlun með viðeigandi afgangi ríkissjóðs til að ganga á erlendar skuldir. 

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum með því að velja tengil í kosningarenningi á forsíðu mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka