Þurfum nýtt sverð

Kristján Þór, sést hér fagna ásamt mótframbjóðanda hans til formanns, …
Kristján Þór, sést hér fagna ásamt mótframbjóðanda hans til formanns, Bjarna Benediktssyni, eftir að þeir höfðu báðir flutt ræður.

Kristján Þór Júlí­us­son sagði í fram­boðsræðu sinni í embætti for­manns að Sjálf­stæðis­menn þyrftu að víg­bú­ast.  Hann sagði jafn­framt að flokk­ur­inn þyrfti að nálg­ast hlut­verk sitt af auðmýkt. Góður róm­ur var gerður að ræðu Kristjáns og var hann hyllt­ur með dynj­andi lófa­klappi í lok henn­ar.

Kristján tók dæmi um Egil Skalla­gríms­son sem hefði misst son sinn í greip­ar Ægis. Þetta hafi veitt hon­um hvatn­ingu til að yrkja frek­ar erfiljóð en að svelta sig í hel. Eg­ill hafi risið úr rekkju og ort Sonator­rek þar sem hann seg­ist vilja ráðast gegn haf­inu með sverði sínu til að rétta sinn hlut. Kristján sagði að ís­lensk þjóð hefði orðið fyr­ir mikl­um áföll­um.

„Það stoðar lítt að sitja með hend­ur í skauti, það stoðar lítt að halda áfram á sömu braut­inni eða treysta því að öll él birti upp um síðir. Við þurf­um sjálf að skapa ör­lög okk­ar og leggja fram alla krafta okk­ar til að tryggja ís­lenskri þjóð trausta af­komu og bjarta framtíð. Hér þarf nýtt blóð, nýja sýn og nýj­ar áhersl­ur, nýtt sverð sem hert er í eldri reynsl­unn­ar,“ sagði Kristján. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um fram­boð að vand­lega íhuguðu máli. Hann sagði að næði hann kjöri myndi hann gegna því embætti af trú­mennsku og rétt­sýni, dugnaði og elju.

Græðgi, ábyrgðarleysi og hroki
Kristján sagði að af­leiðing­ar græðgi, ábyrgðarleys­is og hroka skektu und­ir­stöðu ís­lensks vel­ferðarþjóðfé­lags sem byggt var upp und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Póli­tísk­ir and­stæðing­ar flokks­ins hefðu nýtt sér það ástand sem hefði skap­ast í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar. Nú væri tæki­færi til þess að end­ur­nýja heit­in og hefja til vegs á ný þau góðu gildi Sjálf­stæðis­stefn­unn­ar sem því miður hafa ekki alltaf verið höfð að leiðarljósi. Ráðast þyrfti í gagn­gera end­ur­skoðun á starfs­hátt­um og sam­skipt­um flokks­ins við fé­lags­menn sína og þjóðina alla. Við þá end­ur­skoðun mætti ekki missa sjón­ar af grund­vall­ar­gild­um flokks­ins. Menn ættu að vera frjáls­ir til að skapa sín eig­in ör­lög, ham­ingju og verðmæti. Kristján vísaði til umræðna um Evr­ópu­sam­bandið og um niður­stöður End­ur­reisn­ar­nefnd­ar.  

„Að minni hyggju er veru­leik­inn ein­fald­lega sá að næstu árin þurf­um við, hvort sem okk­ur lík­ar það bet­ur eða verr, að kom­ast í gegn­um alla erfiðleika af eig­in ís­lensk­um ramm­leik, með eig­in út­sjón­ar­semi og dugnaði,“ sagði Kristján.

Inn­ganga í ESB frem­ur gylli­boð en töfra­lausn
Kristján sagði að þjóðin ætti heimt­ingu á því að stjórn­mála­öfl­in legðu fram raun­hæf­ar lausn­ir. Hér eft­ir sem hingað til yrði spurt um hvaða stjórn­mála­öfl gætu tryggt sem flest­um fjöl­skyld­um sóma­sam­lega af­komu, fjöl­breytt störf, mennt­un og heil­brigðisþjón­usta. 

„Þá er inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið að mínu viti frem­ur en gylli­boð en töfra­lausn,“ sagði Kristján. Kristján sagði að lausn vand­ans fæl­ist í grunn­gild­um Sjálf­stæðis­stefn­unn­ar.  Þau væru um leið for­senda þess að þjóðin gæti tek­ist á við þá kólgu­bakka sem hrann­ast hefðu upp.  „Þessi grunn­gildi eru for­senda þess að við sem þjóð fáum notið þess besta sem býr í hverj­um ein­stak­lingi,“  sagði Kristján.

Kristján sagði að árið 2008 hefði verið af­drifa­ríkt í sögu flokks­ins. Í fyrsta skipti í tæp­lega átján ár væri Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn utan rík­is­stjórn­ar  og eng­um dyld­ist að til­trú flokks­ins hefði beðið hnekki, bæði meðal al­menn­ings og ekki síður inn­an okk­ar eig­in raða. „Árið 2009 og þessi lands­fund­ur gætu þannig markað tíma­mót og nýtt upp­haf með nýrri for­ystu og nýj­um áhersl­um.“

Hann þakkaði Geir H. Haar­de fyr­ir vel unn­in störf í þágu þjóðar­inn­ar. Hann lagði áherslu á að mik­il­vægt væri að að til for­ystu í Sjálf­stæðis­flokkn­um veld­ist maður með víðtæka reynslu og þekk­ingu á at­vinnu­lífi þjóðar­inn­ar. „Því flokk­ur­inn á að vera þversk­urður af þjóðinni, leiðtogi hans á að vera fast­ur fyr­ir og alþýðleg­ur, metnaðarfull­ur og víðsýnn, hann á að þekkja til lífs­kjara þeirr­ar þjóðar sem landið bygg­ir og vita hvar hjartað slær,“ sagði Kristján.

Kristján sagði að ef ein­hvern tím­ann hefði verið þörf fyr­ir að ýta und­ir frum­kvæði í ís­lensku þjóðfé­lagi, þá væri það nú.  Deyfð þyrfti að víkja fyr­ir dirfsku og böl­móður fyr­ir bjart­sýni. Kristján fékk stand­andi lófa­klapp að ræðu lok­inni.

Frá landsfundi.
Frá lands­fundi. mbl.is / Heiddi
mbl.is / Heiddi
Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlí­us­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert