Tilrauninni með sjálfstæða mynt lokið

Strax þurfi að hefjast handa að framtíðarlausninni, aðild að myntbandalagi. Ekki er þar með sagt að rétt sé að taka upp evru strax. Nauðsynlegt sé að uppbygging eigi sér stað áður en skiptigengi verði ákvarðað.

„Við vitum ekki enn hvað er skynsamlegt gengi krónu gagnvart evru til lengri tíma litið. Það er rökvilla að markmiðið eigi að vera ná Maastricht-skilyrðunum og svo getum við séð til. Umsókn um aðild og þau skilaboð sem felast í henni eru eina leiðin til að öðlast þessi skilyrði.“

Nú væri grundvallaratriði að steypa þjóðinni ekki í frekari skuldir.

Gömul ráð duga ekki í dag

„Gömul hagfræðiráð segja að þegar harðnar í ári skuli auka ríkisútgjöld. Þessi lausn er ekki í boði í dag,“ segir Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Hún talaði á landsfundi Samfylkingarinnar nú fyrir skömmu.  „Við ætlum að minnka hallann um 40 milljarða á ári næstu fjögur árin. Það verður erfitt en nauðsynlegt.“

Katrín sagði að velferðar- og menntakerfið yrði að varðveita. Hins vegar væru mjög margar óhagstæðar einingar í ríkisrekstrinum sem þyrfti að endurskipuleggja, þótt það væri ekki vænleg leið til vinsælda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert