Verðum að halda í vonina

Bjarni Benediktsson í pontu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson í pontu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

„Ef það er eitt­hvað eitt um­fram annað sem ég vil að við tök­um með okk­ur út af þess­um fundi þá er það von,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, í fram­boðsræðu sinni á lands­fundi, en hann er í fram­boði til for­manns flokks­ins. „Von um að flokk­ur­inn nái vopn­um sín­um á ný, þjóðinni til heilla“, sagði Bjarni.

Hann sagði að ham­ast hefði verið á flokkn­um. Sagt að flokk­ur­inn hefði brugðist, sagt að sjálf­stæðis­stefn­an hefði svikið. „Við skul­um ekki stja und­ir slíku tali leng­ur,“ sagði Bjarni. Hann sagði að það væri fás­inna að halda því fram að sjálfs­stæðis­stefn­an hefði or­sakað hrunið.

Bjarni vék að kafla­skil­um í ís­lensku sam­fé­lagi. Hann sagði brýnt að flokk­ur­inn svaraði kalli tím­ans. Komið væri að kyn­slóðaskipt­um. „Við virðum og þökk­um fyrr­ver­andi for­mönn­um. Á þess­um fundi hljót­um við að þakka Geir H. Haar­de al­veg sér­stak­lega,“ sagði Bjarni og sal­ur­inn tók und­ir.

„Nýr formaður verður í ein­stakri stöðu. Eng­inn stjórn­mála­flokk­ur á Íslandi býr að jafn­mikl­um mannauði og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.  Hér inni er þversk­urður þjóðar­inn­ar. Hið mikla verk for­manns er að virkja þenn­an kraft og beina hon­um í einn far­veg.“

Bjarni sagðist hafa fengið tæki­færi til þess að hitta sjálf­stæðis­menn víða um landið. Það hefði eflt hann í þeirri trú að styrk­ur­inn fæl­ist í þrótt­miklu starfi hverfa­fé­laga og aðild­ar­fé­laga Sjálf­stæðis­flokks­ins um land allt.

Óásætt­an­legt að ekki betri ár­ang­ur hafi náðst í jafn­rétt­is­mál­um
„Ég er af kyn­slóð sem er alin upp við það stelp­ur og strák­ar fái jöfn tæki­færi. Það er fram­andi og óá­sætt­an­legt að starfa í um­hverfi þar sem kon­ur og karl­ar standa ekki jafn­fæt­is.  Þessu verðum við að breyta, það er krafa minn­ar kyn­slóðar,“ sagði Bjarni og sal­ur­inn tók und­ir með lófa­klappi. Bjarni vék að erfiðleik­um flokks­ins meðal ungra kjós­enda. Hann sagði að flokk­ur­inn yrði að virkja sam­töl við ungt fólk og veita ungu fólki braut­ar­gengi inn­an flokks­ins. Bjarni minnt­ist á lítið traust. Traust á viðskipta­líf­inu hefði aldrei verið jafn lítið. „Frelsi og ábyrgð eru tvær hliðar á sama pen­ingn­um.“ Hann sagði það dap­ur­legt að fólk sem hefði sýnt ráðdeild skuli þurfa að taka á sig höggið í þeim erfiðleik­um sem ganga yfir þjóðina. „Það er öll­um mis­boðið,“ sagði Bjarni.

Bjarni vitnaði til orða Ólafs Thors um að „get­an ætti alltaf að fylgja götu heiðarleik­ans.“ Bjarni sagði að frelsi án ábyrgðar og að frelsi á ábyrgð annarra heyrði sög­unni til. Sátt næðist ekki nema þeir sem hefðu brotið af sér yrðu látn­ir svara fyr­ir gjörðir sín­ar.

Bjarni sagði að horf­ast þyrfti í augu við að framund­an væri risa­vaxið verk­efni í rík­is­fjár­mál­um. Hann sagði að eignaum­sýslu­fé­lag rík­is­ins kynni að vera neyðarúr­ræði, en í hönd­um vinstrimanna væri það stór­hættu­leg hug­mynd. „Reynsl­an kenn­ir okk­ur það sama og öðrum þjóðum, að ef ríkið verður of fyr­ir­ferðamikið þreng­ir það að ein­stak­ling­un­um,“ sagði Bjarni. „Hver trú­ir því að Stein­grím­ur J muni mæla fyr­ir einka­væðingu, það hljóm­ar eins og lé­leg­ur brand­ari,“ sagði Bjarni. Hann vísaði til þess að Stein­grím­ur hefði greitt at­kvæði gegn frjálsu út­varpi á sín­um tíma og að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir hefði setið hjá.

Hann sagði að skapa þyrfti at­vinnu­líf­inu heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi. Hann sagði að vafa­laust þyrftu ein­hver fyr­ir­tæki á sér­tæk­um aðgerðum að halda. Mest­ur væri vandi lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja, hann sagði að ef rekst­ur þess­ara fyr­ir­tæki myndi stöðvast hefði það ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar í för með sér.

„Hver dag­ur með háum stýri­vöxt­um er vond­ur dag­ur fyr­ir ís­lensku þjóðina,“ sagði Bjarni. Lækka þyrfti stýri­vexti og end­ur­reisa banka­kerfið.

Bjarni sagði að háir skatt­ar væru gam­aldags póli­tík sem hefði fyr­ir löngu runnið sitt skeið. Hann sagði að viðreisn­in þyrfti að hefjast nú þegar. Hann sagðist ætla að berj­ast af full­um mætti fyr­ir hag heim­il­anna og fyr­ir­tækj­anna í land­inu. „Þetta er mitt lof­orð, ég er keppn­ismaður og ég geng út á völl­inn til þess að hafa sig­ur,“ sagði Bjarni. Hann sagði að Evr­ópu­sam­bandsaðild væri ekki brýn­asta verk­efni stjórn­mál­anna í dag.

Sam­fylk­ing­in hefði ein­stakt lag á að tefla fram mál­um sem hefðu enga þýðingu fyr­ir þann vanda sem blas­ir við. Hann vísaði til þess að Sam­fylk­ing­in hefði hótað stjórn­arslit­um við Sjálf­stæðis­flokk­inn ef ekki yrði gengið til aðild­ar­viðræðna. Bjarni sagði að lík­lega yrði annað upp á ten­ingn­um núna. Bjarni vék að mik­il­vægi þess að menn stæðu sam­an.

 „Fá­menn þjóð í harðbýlu landi þarf að standa sam­an. Hags­mun­ir okk­ar eru sam­eig­in­leg­ir,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist hafa unnið af heil­ind­um og sagðist hafa lagt sig fram um að standa sig vel. Hann sagði gagn­rýni á sig per­sónu­lega og sinn upp­vöxt hefði ekki farið fram­hjá sér. Hann sló hins veg­ar á létta strengi. „Silf­ur­skeiðin er ekki bara ofan í munni held­ur langt ofan í koki,“ sagði Bjarni og sal­ur­inn hló. „Ég hef gam­an af svona skot­um og kveinka mér ekki af þeim. Þaðan af síður tel ég að ég þurfi að biðjast af­sök­un­ar á upp­runa mín­um og ætt­erni,“ sagði Bjarni og sal­ur­inn tók und­ir með lófa­klappi.

 „Ég hef fyr­ir löngu ákveðið að helga mig hug­mynd­um Sjálf­stæðis­stefn­unn­ar,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að sín kyn­slóð hefði notið for­rétt­inda, mennta­kerfi í sókn og æ betri lífs­kjör. Hann sagði það skyldu sinn­ar kyn­slóðar að bjóða fram krafta sína í þágu sam­fé­lags­ins. „Við höf­um verk að vinna, verk­efnið framund­an er í senn ein­falt og erfitt. Við sam­herja mína segi ég, ekki leggja árar í bát, ekki missa von­ina. Við höf­um ekki efni á því að missa neinn liðsmann í þeirri bar­áttu (sem er framund­an),“ sagði Bjarni. Hann sagði að hrinda þyrfti sókn þeirra sem teldu að lausn­in fæl­ist í því að fleygja frels­inu. Við göng­um sam­einuð til verks með sterka og sam­henta liðsheild. Hann sagði að for­yst­an þyrfti að tala skýrt og setja mál sitt fram ein­um rómi.

Við sjálf­stæðis­menn ætl­um að byggja á trúnaði og trausti. Hér eft­ir sem hingað til mun­um við ganga hreint til verks, sagði Bjarni og fékk stand­andi lófa­klapp lands­fund­ar­full­trúa að ræðu lok­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert