Útrásarvíkingar með Samfylkingunni

Davíð í pontu í dag.
Davíð í pontu í dag.

Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og stjórn­ar Seðlabanka Íslands, sagði „út­rás­ar­vík­ing­ana hafa átt sam­eig­in­lega eina ósk“; að koma sér úr Seðlabanka Íslands. Þetta sagði hann í ræðu sem flutti á Lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Davíð fór vítt og breitt yfir hið póli­tíska svið í ræðu sinni og marg end­ur­tók að hin „verk­lausa vinstri stjórn“ Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna hefði valdið „stór­kost­legu tjóni“ síðan hún tók við. Flokk­arn­ir hefðu not­fært sér upp­lausn­ar­ástand til þess að kom­ast til valda og ráða „lausa­mann úr norska verka­manna­flokkn­um“ til að stýra seðlabank­an­um, og átti þar við Svein Har­ald Oyga­ard Seðlabanka­stjóra. Davíð gagn­rýndi hann harðlega og sagði vel mögu­legt hann hefði, ásamt rík­is­stjórn­inni og „höfuðlaus­um her í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu“, valdið gríðarlegu tjóni fyr­ir ís­lenska ríkið þar sem ekki væri útséð með að rík­inu hefði verið heim­ilt að grípa inn í rekst­ur Straums, SPRON og Spari­sjóðabank­ans, eins og gert var.

Von­andi Alzheimer

Sagði hann Svein hafa sagt á blaðamanna­fundi að hann myndi ekki hvenær hann hefði verið beðinn um að taka starfið að sér. „Annaðhvort er maður­inn með Alzheimer á al­var­legu stigi, eða hann sagði ís­lensku þjóðinni blygðun­ar­laust ósatt við fyrsta tæki­færi [...] Við skul­um vona að það sé Alzheimer-inn.“

Þá sagði hann komu norska ráðherr­ans Jens Stolten­berg inn í Seðlabank­ann þar sem hann hefði „spáss­erað um eins og hann ætti hann“ hefði verið ein­hver öm­ur­leg­asta fram­koma að hálfu er­lends er­ind­reka hér á landi sem sést hefði lengi.

Auk þess hefðu fjöl­miðlar, ekki aðeins „Baugsliðið“ held­ur „all­ur söfnuður­inn“, ekki fjallað að neinu marki um hvort það væri eðli­legt að þver­brjóta gegn stjórn­ar­skrá með því að ráða „þenn­an lausa­mann“.

Davíð þurfti reglu­lega að gera hlé á máli sínu, þar sem Lands­fund­ar­full­trú­ar ým­ist klöppuðu eða hlógu upp­hátt.

Lit­mynd­ir með „Milk-Sj­eik“

Davíð gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una harðlega fyr­ir að hafa lagst á sveif með út­rás­ar­vík­ing­un­um. Flokk­ur­inn hefði ein­beitt sér að því að halla sér upp að þeim, og bar­ist síðan gegn Davíð með öll­um ráðum.

Sér­stak­lega rifjaði Davíð upp umræðu á þingi um hvort rétt væri að hafa dreifða eign­araðild að bönk­un­um þegar þeir væru einka­vædd­ir. Davíð sagðist hafa bar­ist fyr­ir því að hafa há­marks­eign 3 - 8 pró­sent en Sam­fylk­ing­in hefði bar­ist á móti því. Nefndi hann sér­stak­lega Sig­hvat Björg­vins­son og Ástu Ragn­heiði Jó­hann­es­dótt­ur í því sam­hengi, og vitnaði í þing­ræður þeirra.

Hann gagn­rýndi einnig Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra fyr­ir að hafa helst viljað hafa „lit­mynd­ir af sér með Shjeikn­um“, sem síðar var sagður hafa keypt fimm pró­sent hlut í Kaupþingi. Síðan hefði komið í ljós að þessi maður hefði verið lítið annað en „Milk-Shjeik“.

Björg­vin G. og Össur láku öllu

Davíð sagði formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, hafa ótt­ast það að Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, og Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, myndu leka þeim upp­lýs­ing­um sem for­svars­menn Seðlabanka Íslands kynntu fyr­ir for­svars­mönn­um rík­is­stjórn­ar Íslands fyr­ir banka­hrun. Sagði hann Össur „hriplek­an“ og aldrei hafa kunnað að fara með trúnaðar­upp­lýs­ing­ar. Þess vegna hefði hann ekki verið með í ráðum á fund­um þar sem al­var­leg­ar at­huga­semd­ir voru gerðar við stöðu mála hjá bönk­un­um. Á meðan Össur hefði átti „Íslands­metið í leka“ hefði Björg­vin G. átt „drengja­metið“. Þess vegna hefðu þeir ekki verið upp­lýst­ir um neina af þess­um hlut­um.

Af hverju ekki Túngötu?

Davíð varpaði enn frem­ur fram þeirri spurn­ingu, af hverju „Radd­ir fólks­ins væru þagnaðar“, og talaði einnig um að ekki hefði enn komið fram hvernig þau sam­tök hefðu verið fjár­mögnuð. „Af hverju var mann­fjöld­an­um ekki beint að Túngötu 6?“ sagði Davíð og vitnaði til höfuðstöðva Baugs, og mót­mæla sem boðað var til fyr­ir fram­an Seðlabanka Íslands þegar mót­mælt var sem mest. Sagði hann til­finn­inga­hita þess fólks sem tók þátt í mót­mæl­un­um hafa verið eðli­leg­an og sjálf­sagðan, en reiðinni hefði verið beitt í „kunn­ug­leg­ar átt­ir“; að sér.

Davíð sagði Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafa haft áhrif á Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn sem hefði leitt til þess að hann lagðist gegn því að Seðlabanki Íslands hæfi vaxta­lækk­un­ar­ferli í janú­ar.

Mesta „skemmd­ar­verk seinni tíma“

Davíð gagn­rýndi end­ur­reisn­ar­skýrslu Sjálf­stæðis­flokks­ins harka­lega og sagði það illa skrifað og þar væru marg­ar rang­færsl­ur. Sagði hann ekki trú­verðugt fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að láta þann mann, sem Hreiðar Már Sig­urðsson, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Hann­es Smára­son, hefðu fengið til þess að stýra Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, hlutast til um gerð siðareglna fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Þar átti hann við Vil­hjálm Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóra SA, sem stýrði starfi end­ur­reisn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Nokkr­ir fund­ar­gest­ir gengu út þegar þessi orð féllu, og fór kliður um sal­inn.

Þá sagði hann synj­un Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar á því að staðfesta fjöl­miðlalög­in, hafa verið „mesta póli­tíska skemmd­ar­verk“ seinni tíma á Íslandi. Eft­ir það hefðu út­rás­ar­vík­ing­arn­ir eign­ast allra frjálsa fjöl­miðla og nán­ast úti­lokað hefði verið að halda uppi nauðsyn­legri gagn­rýni á þá.

Í lok ræðu sinn­ar sagði hann al­veg ljóst, að ef vinstri­stjórn væri við völd eft­ir kosn­ing­ar myndi krepp­an dýpka um „að minnsta kosti fjög­ur ár“. Í lok ræðunn­ar stóðu lands­fund­ar­gest­ir upp og klöppuðu. Vel og lengi.

Ræða Davíðs Odds­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert