Bjarni kjörinn formaður

Bjarni Benediktsson ávarpar landsfundinn eftir að hann var kjörinn formaður.
Bjarni Benediktsson ávarpar landsfundinn eftir að hann var kjörinn formaður. mbl.is/Ómar

Bjarni Bene­dikts­son var kjör­inn formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins í dag. Bjarni fékk 990 at­kvæði af 1705 greidd­um at­kvæðum eða 58,1%. Kristján Þór Júlí­us­son fékk 688 at­kvæði eða 40,4%. Aðrir fengu 10 at­kvæði eða færri, 5 at­kvæði voru ógild og 2 auð.

Bjarni þakkaði fund­ar­gest­um og sagðist vilja taka orð tengda­föður síns sér í munn: „Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður."

Tákn­ræn af­hend­ing valda

Kristján Þór óskaði Bjarna til ham­ingju. Hann sagði að þrjár mín­út­ur væru í að sjö sól­ar­hring­ar væru liðnir frá því hann lýsti yfir fram­boði í for­mann­sembætti flokks­ins. Hann þakkaði fjöl­skyldu sinni og stuðnings­mönn­um sín­um. „Það kann að vera væmið en ég lít á Sjálf­stæðis­flokk­inn sem hluta af minni fjöl­skyldu. Meðan við stönd­um sam­an þá stend­ur ekk­ert fyr­ir okk­ur," sagði Kristján Þór og lagði áherslu á að flokks­menn stæðu sam­an um þann ágæta og góða dreng sem Bjarni Bene­dikts­son væri.

Munstr­ar sig í áhöfn Bjarna
Kristján sagði að mikl­ir kólgu­bakk­ar væru við loft og ógn­ir steðjuðu að ís­lenskri þjóð. Sigl­ing­in yrði  tek­in á ís­lensk­um for­send­um en ekki er­lend­um. „Ég munstra mig í áhöfn Bjarna Bene­dikts­son­ar," sagði Kristján Þór og voru þessi orð hans viðeig­andi en hann er gam­all skip­stjóri og stýrði skip­um sem gerð voru út frá Dal­vík árin 1978-1981.

Nú stend­ur yfir kjör í embætti vara­for­manns.  

Bjarni Bene­dikts­son mun flytja ræðu seinna í dag þegar lands­fund­ar­full­trú­ar hafa lokið af­greiðslu álykt­ana.

Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson voru í formannskjöri.
Kristján Þór Júlí­us­son og Bjarni Bene­dikts­son voru í for­manns­kjöri. mbl.is/
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert