Eitt ráðuneyti efnahagsmála

Frá landsfundi Samfylkingarinnar í gær.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Mál­efna­hóp­ur á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem nú stend­ur yfir í Smár­an­um, Kópa­vogi, legg­ur til að efna­hags­mál og mál­efni fjár­mála­markaða verði sam­einuð í einu ráðuneyti efna­hags­mála. 

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, hag­fræðing­ur og fram­bjóðandi í Reykja­vík, seg­ir hér átt við þá þætti sem snúa að efna­hags­mál­um úr ráðuneyt­um fjár­mála og viðskipta og for­sæt­is­ráðuneyti. Ástæðan er sú að iðulega skorti upp­lýs­ingaflæði milli þess­ara aðila og með þessu ná­ist sam­stillt­ari og mark­viss­ari aðgerðir.

Sig­ríður seg­ir meg­inþemað í þess­um álykt­un­um vera að skapa traust á hag­kerf­inu með því að lýsa því yfir að Ísland stefni að aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið.

Sig­ríður bend­ir enn­frem­ur á að nauðsyn­legt sé að upp­fylla Ma­astricht-skil­yrðin um efna­hags­leg­an stöðug­leika, meðal ann­ars vegna samn­ings­ins við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, hvort sem sótt verði um aðild að ESB eður ei.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka