Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum

Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

„Það er best fyrir íslenskt samfélagi nú í uppbyggingarstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnað hefur hér í 18 ár með þeim afleiðingum sem nú blasa við - verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum næstu kosningum.“

 Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir landsfundi Samfylkingarinnar nú fyrir skömmu. 

„ Við eigum að leggja áherslu á áframhaldandi stjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks.“

Ræðu Jóhönnu, sem á laugardag var kjörin formaður með 98% atkvæða, var fagnað með gríðarlegu lófataki fundargesta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert