Margrét
Sverrisdóttir hlaut flest atkvæði í kjöri til framkvæmdastjórnar
Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Kosið var milli 25 frambjóðenda í 6
sæti aðalfulltrúa og 6 fulltrúa til vara. Þegar Margrét kynnti framboð sitt benti hún á að hún hefur áður gegnt stöðu framkvæmdastjóra flokks. Margrét gekk til liðs við Samfylkinguna ásamt Íslandshreyfingunni nú á landsfundinum.
Margrét Björnsdóttir var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar, Helena Karlsdóttir ritari og Magnús Norðdahl gjaldkeri.
Auk Margrétar skipa Ragnheiður Hergeirsdóttir, Kristín Sævarsdóttir, Íris Björg Kristjánsdóttir, Bergvin Oddsson og Helgi Pétursson nýja framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.