Til að bregðast við lánavanda heimilanna skal leita leiða til að skipta ófyrirséðu tjóni vegna hækkunar verðtryggðra lána milli lántakenda og lánveitenda. Hópur Samfylkingarmanna, undir forystu Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa, hefur lagt til að þessu verði bætt við efnahagsályktanir flokksins á landsfundi.
Ýmsir landsfundargestir höfðu til þessa gagnrýnt að ekki væri tekið á þeim vanda sem verðbólgan og þar með verðtryggingin hefði valdið heimilunum.
Í ályktunum þessum segir nú að draga skuli úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum. Þannig skuli leita leiða til að auka framboð óverðtryggðra íbúðalána.