Þorgerður Katrín fékk 80,6%

mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag með 80,6% atkvæða. Alls voru greidd 1618 atkvæði í kjörinu. 92 voru ógild, 9 atkvæði voru auð.

Kristján Þór Júlíusson fékk 62 atkvæði, Halldór Gunnarsson 53 atkævði og 98 atkvæði skiptust á milli 25 annara frambjóðenda. 

Þorgerður Katrín sagði eftir að kjörinu hafði verið lýst, að hún myndi ávallt standa að baki Bjarna Benediktssonar, nýkjörins formanns. Sagði hún að allir sjálfstæðismenn þyrfti að fara út af fundinum baráttuglöð og berjast fyrir þjóðina. „Bjarni við verðum að klára þetta dæmi," sagði Þorgerður Katrín. „Koma svo, áfram Ísland. Berjast, berjast berjast," sagði hún síðan að íþróttasið og uppskar mikil fagnaðarlæti fundarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert