Vandinn er viðráðanlegur

Frá landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni

„Vandi heim­il­anna er mik­ill, ekki síst hjá þeim heim­il­um þar sem at­vinnu­leysið hef­ur knúið dyra eða tekj­ur lækkað um­tals­vert af öðrum ástæðum. Skuld­sett heim­ili eru mun viðkvæm­ari fyr­ir slík­um áföll­um en önn­ur,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir í stefnuræðu sinni.

Staðreynd­in sé engu að síður sú, að enn hafi ríf­lega 90% af vinnu­markaðnum at­vinnu og ríf­lega 80% af heim­il­um lands­ins séu með já­kvætt eigið fé í hús­eign sinni.

„Allt þetta sýn­ir okk­ur að vand­inn er viðráðan­leg­ur þó vissu­lega sé hann mik­ill. Við þurf­um líka að hafa í huga að at­vinnu­leysið og sá sam­drátt­ur sem við nú horf­umst í augu við, er tíma­bund­inn vandi.  “

Sum­um dug­ar að lækka greiðslu­byrðina og lengja í lán­um, sum­ir þurfa á tíma­bundn­um greiðslu­frest­um að halda, jafn­vel í 1-3 ár, vegna at­vinnum­issis eða annarra tíma­bund­inna aðstæðna. Enn öðrum dug­ar að brúa bilið með aukn­um vaxta­bót­um eða út­greiðslu sér­eign­ar­sparnaðar. Jó­hanna benti á að vandi heim­il­anna væri mis­jafn og út­listaði ým­iss kon­ar aðgerðir til að bregðast við þeim vanda sem þegar hafa verið inn­leidd­ar, m.a. í sam­starfi við fjár­mála­fyr­ir­tæki og Íbúðalána­sjóð.

„ Ég leyfi mér að full­yrða að of­an­greind úrræði munu duga til að bregðast við vanda lang­flestra heim­ila sem kom­ast í vanda. Sam­fylk­ing­in hef­ur ekki og mun ekki blekkja þjóðina með tál­sýn og óá­byrg­um til­lög­um um hægt sé að aflétta hundruðum millj­arða af skuld­um heim­ila og fyr­ir­tækja án þess að fyr­ir slíka eft­ir­gjöf þurfi að greiða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert