Sex nýir listabókstafir

Samkvæmt kosningalögum skal dómsmálaráðuneytið halda skrá um listabókstafi stjórnmálaflokka og ákveða bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra, með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum. Bókstafir nýrra stjórnmálasamtaka eru eftirfarandi:

A-listi Framfaraflokksins

L-listi Lista fullveldissinna

N-listi Samtaka um réttlæti

O-listi Borgarahreyfingarinnar

P-listi Lýðræðishreyfingarinnar

Aðrir flokkar sem voru með listabókstafi fyrir, voru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Frjálslynda flokksins, I-listi Íslandshreyfingarinnar, S-listi Samfylkingarinnar og V-listi Vinstri grænna. Íslandshreyfingin hefur nú sameinast Samfylkingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert