Stefnt að samstarfi við VG

Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur verður megináhersla lögð á að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram í ríkisstjórn.

„Það hefur komið greinilega fram á þessum landsfundi, bæði í mínum ræðum sem formanns Samfylkingarinnar og eins í landsfundarályktun.“

Hins vegar sé alveg ljóst að samfylkingarmenn vilji aðild að ESB, skýr rök hafi verið færð fyrir því á fundinum að þannig sé hagsmunum þjóðarinnar sé best komið. Vinstri-græn hafi á sínum landsfundi lagt áherslu á að málið yrði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu, það hafi ekki verið skýrt nánar og þyrfti að ræða betur milli flokkanna.

Þótt Samfylkingin hafi ekki ályktað gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum sagði Jóhanna í ræðu sinni að í uppbyggingarstarfinu væri best fyrir íslenskt samfélag að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum kosningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert