Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar eigi enga skýra kosti í gjaldmiðilsmálum á meðan ójafnvægi ríkir í efnahagsmálum á Íslandi. Stjórnvöld skuldi fyrirtækjum og heimilum að koma á stöðugleika.