Þolinmæði framsóknarmanna þrotin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að þol­in­mæði fram­sókn­ar­manna gagn­vart minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna sé þrot­in. Of stutt sé þó til kosn­inga til að valda óvissu og stjórn­leysi.

Þetta kom fram í þætt­in­um Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í dag. Þar baðst Sig­mund­ur Davíð af­sök­un­ar fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins á því hvernig staðið var að einka­væðingu rík­is­bank­anna fyr­ir nokkr­um árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert