Vill aukið frelsi í fiskveiðum

„Við eigum að horfa til þess sem er auðveldast og fljótlegast þegar kemur að atvinnusköpun. Það má auðveldlega hleypa mönnum með ákveðnu frelsi inn í handfæraveiðar og þannig mætti skapa allt að 200 störf,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins  í Zetunni, viðtalsþætti á mbl.is.

Guðjón sagði það síður en svo óábyrgt að tala um aukið frelsi, það væri meira að sækja í auðlindir hafsins en Hafrannsóknastofnunin vildi vera láta.

„Ég gef ekki mikið fyrir ráðgjöf Hafró, það væri nær að fara eftir aflabrögðum sjómanna,“ sagði Guðjón Arnar.

Hann segir fleiri sóknarfæri í atvinnulífinu meðal annars í ylrækt. Guðjón sagðist sannfærður um að með ákveðnum stuðningi mætti rækta hér allt það grænmeti sem Íslendingar neyta og jafnvel svo mikið að flytja mætti út. Sóknarfæri væru líka í kornrækt og sömuleiðis í ferðaþjónustu.

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert